Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Óskar frá næstu vikurnar
Þriðjudagur 3. maí 2011 kl. 09:54

Óskar frá næstu vikurnar

Óskar Pétursson, markvörður Grindavíkur, verður frá næstu tvær vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í 2-3 sigri Grindavíkur gegn Fylki í Pepsi-deildinni í gær. Hann varð að fara af velli eftir um fimmtán mínútna leik vegna meiðsla aftan í læri.

Óskar hefur glímt við meiðsli undanfarna daga og sagði í samtali við Fotbolta.net að líklega hefði hann snúið of snemma tilbaka úr meiðslum. Hann mun missa af næstu tveimur leikjum Grindavíkur gegn Val á sunnudag og Breiðabliki á miðvikudag í næstu viku.

Grindvíkingar eru þunnskipaðir í markvarðarmálum um þessar mundir því Englendingurinn Jack Giddens er eini markvörðurinn sem þeir gulklæddu hafa til taks. Varamarkvörður Grindavíkur, Benóný Þórhallsson, er einnig meiddur og því mun mikið mæða á hinum unga Giddens í næstu leikjum en hann er aðeins 19 ára gamall og mun einnig leika með öðrum flokki liðsins í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024