Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óskar fékk rautt gegn West Ham
Þriðjudagur 10. janúar 2006 kl. 17:46

Óskar fékk rautt gegn West Ham

Knattspyrnumarkvörðurinn Óskar Pétursson, frá Grindavík, sem er samningsbundinn Ipswich í Englandi komst í fréttirnar um helgina er hann fékk að líta rauða spjaldið í viðureign unglingaliða Ipswich og West Ham. Morgunblaðið greindi frá þessu í dag.

Óskar fékk rauða spjaldið á 12 mínútu leiksins og þurfti útivallarleikmaður að taka hans stað í markinu þar sem enginn varamarkvörður var til staðar og lauk leiknum með 6-1 sigri West Ham.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024