Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óskar á leið frá Grindavík?
Fimmtudagur 28. september 2006 kl. 09:35

Óskar á leið frá Grindavík?

Óvíst er hvort Óskar Örn Hauksson leiki með knattspyrnuliði Grindavíkur á næstu leiktíð að sögn Fréttablaðsins í dag. Mun Óskar hafa staðfest það við Fréttablaðið að hann yrði væntanlega ekki áfram í herbúðum Grindvíkinga.

„Ég á ekkert sérstaklega von á því þó það sé hálffúlt að skilja við liðið í 1. deild og maður á sök á því að liðið sé komið þangað,“ sagði Óskar spurður hvort hann yrði áfram hjá liðinu.

Ennfremur sagði Óskar við Fréttablaðið að hann hafi heyrt af áhuga nokkurra liða en vildi ekkert segja hvaða lið væru þar á ferðinni.

Fréttablaðið, 28. september.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024