Óskadráttur hjá Suðurnesjaliðunum í bikarnum
Dregið var í 16-liða úrslitum í Powerade-bikar karla í körfuknattleik í hádeginu í dag. Suðurnesjaliðin komast vel frá drættinum og fengu þægilegar viðureignir. Bikarmeistarar Keflavíkur fékk heimaleik og mætir Hamar frá Hveragerði.
Grindavík fékk einnig heimaleik og mætir Fjölni. Njarðvík fer í heimsókn á Ásvelli og mætir Haukar-B. Reynir Sandgerði á góðan möguleika á að komast í 8-liða úrslit en liðið mætir Augnablik á útivelli. Leikirnir fara fram 14.-16. desember næstkomandi og verður í kjölfarið verður dregið í 8-liða úrslit. Þá verður einnig dregið í 8-liða úrslit kvenna.
16-liða úrslit í Powerade-bikarnum:
Valur - KR-b
Haukar - ÍR
Grindavík - Fjölnir
Stjarnan - Laugdælir/KFÍ
Haukar-b - Njarðvík
Keflavík - Hamar
Augnablik - Reynir S.
Snæfell - Þór Þ.