Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Óskabyrjun Víðismanna
Miðvikudagur 24. maí 2006 kl. 14:56

Óskabyrjun Víðismanna

Víðir Garði hóf leiktíðina í 3. deild af krafti í gærkvöldi er þeir lögðu KV að velli 3-1. Leikurinn fór fram á Garðsvelli en Víðir leikur í A riðli 3. deildar.

Björn Bergmann gerði tvö mörk fyrir Víði og Atli Hólmbersson gerði það þriðja en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik þegar Víðismenn sóttu á móti vindi.

„Þetta var mjög gott og ég var ánægður með leik minna manna,“ sagði Elfar Grétarsson, þjálfari Víðis, í samtali við Víkurfréttir. „Við stjórnuðum leiknum og sigurinn var aldrei í hættu þó við hefðum verið manni færri mest allan seinni hálfleikinn,“ sagði Elfar en markaskorarinn Björn Bergmann fékk að líta rautt spjald fyrir óíþróttamannslega framkomu.

Næsti leikur Víðis er nágrannaslagur gegn GG frá Grindavík á mánudag kl. 20:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024