Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:52

ÓSIGRAÐIR ENN

Keflvíkingar lögðu Valsmenn 3-2 á útivelli með mörkum Gunnars Oddssonar, Þórarins Kristjánssonar og Kristjáns Brooks og eru enn ósigraðir í seinni umferð Landssímadeildarinnar. Keflvíkingar fengu næg marktækifæri til að skora fleiri mörk og mark Arnórs Guðjohnsen, mínútu fyrir leikslok, skrifast á Bjarka Guðmundsson. Stigin þrjú telja og Keflvíkingar eru komnir í 4. sæti deildarinnar þótt vissulega sé styttra í botnbaráttuna en á toppinn. Gunnar Oddsson hefur nú skorað 3 mörk í síðustu 4 leikjum, öll eftir að hafa verið settur til hliðar sem þjálfari. VF spurði Gunnar hvort hann gæti sjálfan sig í hlutverki markhæsta leikmanns deildarinnar, hefðu þjálfaramálin ekki truflað hann fyrstu 10 umferðirnar? „Að gera mörk hefur aldrei verið mín sérgrein, eitt, tvö og stundum þrjú í 18 leikjum, en svona getur þetta dottið fyrir mann. Valsleikurinn var ekkert augnakonfekt knattspyrnusérfræðingsins, en þrjú mikilvæg stig voru í höfn þegar flautað var til leiksloka og það er það sem skipti höfuðmáli.“
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25