Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ósigraðar annað árið í röð
Föstudagur 18. apríl 2008 kl. 10:40

Ósigraðar annað árið í röð

A-lið Keflavík í minnibolta stúlkna í körfuknattleik varð Íslandsmeistari á dögunum og var þetta annað árið í röð sem þær leika ósigraðar. Mikill fjöldi stúlkna æfir körfubolta í Keflavík í þessum árgangi og því tefla Keflvíkingar fram tveimur liðum á Íslandsmótinu, A og B-liði.
 
Einar Einarsson er þjálfari liðsins en bæði árin hefur hann haft Sigurð Þorsteinsson sér til aðstoðar en Einar er aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur og Sigurður leikmaður liðsins. Glæstur árangur hjá þeim Einar, Sigurði og stelpunum í minniboltanum í Keflavík.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024