Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örvari sagt upp hjá Fjölni
Miðvikudagur 28. mars 2012 kl. 14:49

Örvari sagt upp hjá Fjölni



Stjórn körfuknattleiksdeildar Fjölnis ákvað að segja upp samningi Örvars Þórs Kristjánssonar þjálfara liðsins á síðustu leiktíð. Fjölnir missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni á dögunum. Örvar sem er Njarðvíkingur hefur þjálfað liðið frá því haustið 2010 og gert fína hluti.

Í yfirlýsingu frá stjórninni voru Örvari þökkuð mjög góðu störf sem hann hefur skilað af sér til deildarinnar, eins og segir í yfirlýsingunni.

Fjölnir endaði í tíunda sæti Iceland Express-deildar karla með sextán stig, tveimur á eftir Njarðvík sem var síðasta liðið til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024