Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örvar aftur í heimhagana
Fimmtudagur 26. apríl 2012 kl. 16:55

Örvar aftur í heimhagana



Körfuknattleiksþjálfarinn Örvar Þór Kristjánsson er kominn aftur í heimahagana í Njarðvík eftir tveggja ára fjarveru, en hann þjálfaði Fjölnismenn síðustu tvö tímabil í Iceland Express deild karla. Örvar mun vera aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannssonar með meistaraflokk karla, auk þess sem hann mun þjálfa tvo yngri flokka hjá félaginu.

Örvar semur við félagið til tveggja ára eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins og eru stjórn deildarinnar sem og Unglingaráð ánægð að fá þennan frábæra félagsmann heim aftur.

VF-Mynd: Örvar hægra megin á síðasta þorrablóti UMFN. Með honum á myndinni er Jón Björn Ólafsson, oftast kenndur við Karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024