Öruggur útisigur hjá Njarðvík
Njarðvikingar gerðu góða ferð í Hveragerði í gærkvöld þar sem þeir unnu heimamenn í Hamar 1-4. Staðan var 0-0 eftir fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar voru meira með boltann en heimamenn vörðust vel eins og þeirra er lagið. Eitthvað var um hálffæri í fyrrihálfleik en engin dauðafæri.
Seinni hálfleikur byrjaði með látum og strax á 46. mínútu kom Lukas Malesa boltanum í netið eftir snarpa sókn Njarðvíkinga. Það var stutt í annað markið en Lúkas skoraði aftur á 54. mínútu. Heimamenn reyndu að sækja og minnka muninn en á 71. mínútu skoraði Daníel Gylfason og innsiglaði sigurinn. Lúkas var svo aftur á ferðinni á 83. mínútu og við hefðu hæglega geta bætt við einu eða tveimur mörkum. Það var svo Styrmir Gauti Fjeldsted sem minnkaði munin fyrir Hamar á 90. mínútu þegar hann skallaði boltann í eigið mark eftir góða sókn heimamanna.
„Þetta var sannalega góður sigur í kvöld, liðið lék eins og góð heild. Það sem okkur hefur vantað í undanförnum leikjum gekk upp í kvöld að koma boltanum í netið og það fjórum sinnum. Kristinn Björnsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Njarðvik í ein tvö ár og stóð sig prýðilega,“ segir á heimasíðu Njarðvík.
Hamar 1 - 4 Njarðvík
0-1 Lukasz Malesa (46’)
0-2 Lukasz Malesa (54’)
0-3 Daníel Gylfason (71’)
0-4 Lukasz Malesa (83’)
1-4 Styrmir Gauti Fjeldsted (90’ sjálfsmark)