Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur og Keflavík í 2. sæti
Úr viðureign Keflavíkur og Leiknis F. í 1. deildinni á Íslandsmótinu í knattsyrnu karla í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi
Laugardagur 13. maí 2017 kl. 16:39

Öruggur sigur og Keflavík í 2. sæti

Keflvíkingar unnu öruggan 3:0 sigur á Leikni F. á Nettóvellinum í Keflavík í dag. Leikurinn var 2. leikur sumarsins hjá Keflavík í Inkasso-deildinni, 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu karla. Jeppe Hansen skoraði tvö fyrir Keflavík og Jóhann Birnir Guðmundsson eitt.
 
Það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks sem fyrsta markið kom þegar Jeppe Hansen skoraði með skalla. Hann var aftur á ferðinni eftir miðjan síðari hálfleik með fallegt mark. 
 
Jóhann Birnir Guðmundsson innsiglaði svo sigurinn rétt fyrir leikslok með þriðja marki Keflavíkur.
 
Með sigrinum í dag er Keflavík í 2. sæti deildarinnar með 4 stig en Keflvíkingar gerðu jafntefli við Leikni R. í 1. umferð Íslandsmótsins í 1. deildinni.
 
Keflavík 3 - 0 Leiknir F.
1-0 Jeppe Hansen ('41)
2-0 Jeppe Hansen ('74)
3-0 Jóhann Birnir Guðmundsson ('85)
 
Myndirnar úr leiknum tók Hilmar Bragi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KEFLAVÍK - LEIKNIR F. (3:0)