Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur Njarðvíkinga
Njarðvíkingar og Keflvíkingar eru öruggir í úrslitakeppnina en Grindavík berst hart fyrir 8. sætinu.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 13. mars 2020 kl. 09:41

Öruggur sigur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar unnu Fjölni örugglega í Ljónagryfjunni í Domino’s deild karla í gærkvöldi. Yfirburðir þeirra grænu voru miklir en lokatölur urðu 117:83.

Chax Williams skoraði 28 stig og Jón Arnór Sverrisson var með 17 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar mæta Þór Þorlákshöfn í kvöld og Grindavík fer norður og keppir gegn Akureyrarar Þór.

Spennan er mikil á toppi og um sæti í úrslitakeppninni. Keflavík er í 2. sæti og munu tryggja það enn betur með sigri í kvöld. Njarðvík er í 5. Sæti og Grindavík er í 8. sæti og í harðri baráttu um síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Njarðvík-Fjölnir 117-83 (26-21, 30-16, 33-24, 28-22)

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 28/5 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Arnór Sverrisson 17/5 stolnir, Aurimas Majauskas 16/6 fráköst, Logi  Gunnarsson 15/6 stoðsendingar, Eric Katenda 11/8 fráköst/3 varin skot, Maciek Stanislav Baginski 9, Mario Matasovic 9/8 fráköst, Kristinn Pálsson 4/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 2/7 fráköst, Gunnar Már Sigmundsson 2, Guðjón Karl Halldórsson 2, Róbert Sean Birmingham 2.