Brons
Brons

Íþróttir

Öruggur sigur KR í Vesturbænum
Sunnudagur 18. janúar 2015 kl. 23:07

Öruggur sigur KR í Vesturbænum

Keflvíkingar máttu sætta sig við ósigur gegn ógnarsterkum KR-ingum í átta liðum bikarkeppni karla í körfubolta. KR-ingar hafa ekki ennþá tapað leik í vetur, en þeir voru sterkari aðilinn allt frá upphafi. Í hálfleik var munurinn 18 stig, en KR skoraði 38 stig strax í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar áttu fá svör við þeim röndóttu, sem höfðu að lokum 111-90 sigur.

Michael Craion reyndist gömlu félögum sínum í Keflavík erfiður, en hann skoraði 26 stig og tók 12 fráköst.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Davon Usher var atvæðamestur Keflvíkinga með 26 stig og 10 fráköst, en Damon Johnson skoraði 14.

KR-Keflavík 111-90 (38-25, 27-22, 26-25, 20-18)


Keflavík: Davon Usher 26/10 fráköst, Damon Johnson 14/4 fráköst, Andrés Kristleifsson 10/6 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Guðmundur Jónsson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 7/9 fráköst, Gunnar Einarsson 6, Arnar Freyr Jónsson 4/4 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Davíð Páll Hermannsson 0, Aron Freyr Eyjólfsson 0.