Öruggur sigur Keflvíkinga í vígsluleik
Keflvíkingar sigruðu granna sína úr Njarðvík, 77-63, í Reykjanesmótinu í körfuknattleik í kvöld en leikurinn var einnig vígsluleikur á nýju parketi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Áhorfendur fjölmenntu á leikinn og var stemningin gríðarleg.Leikurinn var mjög jafn til að byrja með en Njarðvíkingar voru þó með yfirhöndina lengstum í leiknum. Um miðjan 3. leikhluta tóku heimamenn gríðarlega rispu, þar sem Hjörtur Harðarson fór hamförum, og komust í þægilega stöðu og létu hana aldrei af hendi.
Þess má geta að Davíð Þór Jónsson, bakvörðurinn knái í liði Keflvíkinga spilaði sinn 100. leik fyrir liðið í kvöld og fékk hann blómvönd að launum frá stjórn liðsins.
Þá sigruðu Grindvíkingar í viðureign sinni við Hauka, 74-73.
Þess má geta að Davíð Þór Jónsson, bakvörðurinn knái í liði Keflvíkinga spilaði sinn 100. leik fyrir liðið í kvöld og fékk hann blómvönd að launum frá stjórn liðsins.
Þá sigruðu Grindvíkingar í viðureign sinni við Hauka, 74-73.