Öruggur sigur Keflvíkinga í 10. flokki kvenna í bikarúrslitum
Keflavík sigraði sameiginlegt lið Ármennings og Hrunamanna í úrslitum 10. flokks kvenna í bikarkeppni KKÍ um helgina í Laugardalshöll. Eins og lokatölurnar gefa til kynna, 71-46, voru yfirburðir Keflavíkur töluverðir í þessum leik. Katla Rún Garðarsdóttir skoraði 26 stig fyrir Keflavík og Eydís Eva Þórisdóttir var með 11.
Lið Keflavíkur og stigaskor: Eydís Eva Þórisdóttir 11, Kamilla Sól Viktorsdóttir 1, Andrea Dögg Einarsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 26 Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður 8, Birta Rós Davíðsdóttir 4, Sara Jenný Sigurðardóttir, Þóra Jónsdóttir 3, Elsa Albertsdóttir 7.