Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Öruggur sigur Keflavíkurstúlkna í Grindavík
Fimmtudagur 8. janúar 2009 kl. 10:08

Öruggur sigur Keflavíkurstúlkna í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íslandsmeistarar Keflavíkur unnu öruggan sigur á bikarmeisturum Grindavíkur í Röstinni í Grindavík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 66-82.
Fyrri hálfleikur var jafn en Keflavíkurstúlkur tóku öll völd á vellinum strax í byrjun þriðja leikhluta og hreinlega völtuðu yfir heimamenn. Þær unnu þann hluta 10-25 og skoruðu margar fallegar körfur, voru miklu grimmari í öllum aðgerðum og uppskáru grunninn að sigrinum. Grindavíkurstúlkur komu aftur til baka í síðasta leikhlutanum en honum lauk með jafntefli og úrslitin því sextán stiga stigur Keflavíkur. Þær hefndu þannig fyrir tapið fyrr í vetur og sitja nú í öðru sæti deildarinnar með Hamri en Haukar trjóna á toppnum.
Birna skoraði mest í jöfnu Keflavíkurliði, lék afbragðs vel og var með 29 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 15 og þær Bryndís  Guðmundsdóttir og Hrönn Þorgrímsdóttir voru með tíu stig. Svava Ósk Stefánsdóttir var ekki með Keflavík í þessum leik. Hjá Grindavík skoruðu þær Íris Sverrisdóttir, Helga Hallgrímsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir 13 stig hver.


Sjá tölfræði úr leiknum.


Hart barist í Röstinni.

Íþróttakona Grindavíkur 2008, Jovana Stefánsdóttir skorar tvö af sjö stigum sínum í leiknum.

Bryndís Guðmundsdóttir í baráttu við Petrúnellu Skúladóttur og Helgu Hallgrímsdóttur.

Hart barist undir körfu Grindavíkur.

Jonni var ánægður með stúlkurnar í þessum leik og stemmningin var greinilega góð.

VF-myndir/pket og Páll Orri.