Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur Keflavíkur í nágrannaslag
Laugardagur 4. nóvember 2017 kl. 17:28

Öruggur sigur Keflavíkur í nágrannaslag

Grindavík mætti Keflavík í Maltbikar kvenna í dag og það er óhætt að segja að yfirburðir Domino´s- deildar liðs Keflavíkur hafi verið talsvert miklir. Lið Grindavíkur teflir fram ungu og efnilegu liði í 1. deild kvenna og hefur Angela Rodriquez þjálfari þeirra ekki enn stigið inn á völlinn frá því að deildin hófst í haust en hefur gefið það út að hún muni spila þann 8. nóvember næstkomandi þegar Grindavík mætir KR í 1. deildinni.

Lokatölur leiksins voru 43-96 fyrir Keflavík og var þetta nokkuð þægilegur leikur fyrir lið Keflavíkur í dag og höfðu þær yfirhöndina allan tímann. Embla Kristínardóttir var rekin út af velli fyrir sína aðra tæknivillu í lok annars leikhluta og spilaði því ekkert meira með Grindavík í seinni hálfleik. Ungu stelpurnar í liði Grindavíkur fengu tækifæri til að sýna sig og sanna en í seinni hálfleik skoraði Grindavík aðeins fimm stig í hvorum leikhluta og tíu stig samtals. Í hálfleik stóðu leikar 33-62 fyrir Keflavík og komst Grindavík aldrei nálægt þeim þegar kom að stigum og skori í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstar í liði Grindavíkur voru Halla Emilía Garðarsdóttir með 12 stig, Embla Kristínardóttir með 11 sig og 6 fráköst og  Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 8 og 6 fráköst.

Í liði Keflavíkur var Brittanny Dinkins með 14 stig og 6 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge- Carr var með 13 stig og 6 fráköst og Birna Valgerður Benónýsdóttir var með 11 stig.

Keflavík er því komið áfram í Maltbikar kvenna. Meðfylgjandi myndir tók Rannveig Jónína í leiknum í dag.

Grindavik- Keflavik