Öruggur sigur Keflavíkur
Keflavík sigraði Skallagrím örugglega í dag í Domino´s-deild kvenna í körfu og urðu lokatölur leiksins 98-69. Thelma Dís Ágústdóttir átti stórleik fyrir lið Keflavíkur í dag en hún skoraði 26 stig og tók 26 fráköst, framan af var leikurinn nokkuð jafn en Keflavík stakk af í þriðja leikhluta en Keflavík skoraði 33 stig gegn 8 í honum og eftir það þurfti ekki að spyrja að leikslokum.
Aðrar stigahæstar í liði Keflavíkur voru Brittanny Dinkins með 23,11 fráköst og 17 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14 stig og 4 fráköst, Embla Kristínardóttir með 12 stig og 7 fráköst og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir með 7 stig.