Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 5. desember 2003 kl. 21:33

Öruggur sigur Keflavíkur

Keflavík vann öruggan heimasigur á KR eftir tilþrifalítinn leik í Intersport-deildinni í kvöld. Lokastaðan var 103-80 eftir að heimamenn höfðu leitt allan leikinn. Leikurinn var lítið fyrir augað en engu að síður var sorglegt að sjá hversu fáir mættu til að styðja sína menn.

Falur Harðarson var sáttur við stigin tvö en játaði að hans menn hefðu ekki verið að spila sinn besta leik. "Þetta var nokkuð öruggt. Svo gátum við spilað á öllum í kvöld og hvílt menn fyrir komandi átök."

Stigahæstur Keflvíkinga var Derrick Allen með 26 stig, 11 fráköst og 4 varin skot. Þar á eftir kom Bradford með 19 stig og Falur mað 14.

Chris Woods var stigahæstur KR-inga með 19 stig og Skarphéðinn Ingason og Jesper Sörensen skoruðu 13 stig hvor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024