Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur í Hveragerði
Föstudagur 10. febrúar 2006 kl. 17:20

Öruggur sigur í Hveragerði

Njarðvíkingar eru enn á toppi Iceland Expressdeildar karla eftir góðan sigur á Hamri/Selfossi í gær, 73-85.

Njarðvíkingar voru ekki að leika eftir bestu getu en Friðrik Stefánsson fór fyrir sínum mönnum og átti stórleik. Hann skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og var drjúgur í vörninni sen endranær.

Staðan í hálfleik var 38-44 fyrir Njarðvíkinga, en þeir kláruðu leikinn í raun í þriðja leikhluta þegar þeir settu í lás í vörninni og komust í 45-61 fyrir síðasta fjórðung.

Sigurinn var aldrei í hættu, en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti til að vinna þennan leik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024