Öruggur sigur í Hveragerði
Njarðvíkingar eru enn á toppi Iceland Expressdeildar karla eftir góðan sigur á Hamri/Selfossi í gær, 73-85.
Njarðvíkingar voru ekki að leika eftir bestu getu en Friðrik Stefánsson fór fyrir sínum mönnum og átti stórleik. Hann skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og var drjúgur í vörninni sen endranær.
Staðan í hálfleik var 38-44 fyrir Njarðvíkinga, en þeir kláruðu leikinn í raun í þriðja leikhluta þegar þeir settu í lás í vörninni og komust í 45-61 fyrir síðasta fjórðung.
Sigurinn var aldrei í hættu, en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti til að vinna þennan leik.
Njarðvíkingar voru ekki að leika eftir bestu getu en Friðrik Stefánsson fór fyrir sínum mönnum og átti stórleik. Hann skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og var drjúgur í vörninni sen endranær.
Staðan í hálfleik var 38-44 fyrir Njarðvíkinga, en þeir kláruðu leikinn í raun í þriðja leikhluta þegar þeir settu í lás í vörninni og komust í 45-61 fyrir síðasta fjórðung.
Sigurinn var aldrei í hættu, en Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti til að vinna þennan leik.