Öruggur sigur hjá Keflavík þrátt fyrir fjarveru lykilmanna
Keflavík sigraði Hamar nokkuð örugglega í Dominos deild kvenna í gær þrátt fyrir að marga lykilmenn hafi vantað í lið Keflavíkur. Keflavík skoraði 69 stig gegn 54 stigum Hamars.
Bryndís Guðmundsdóttir var stigahæst í liði Keflavíkur með 20 stig og 8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir skoraði 19 stig og tók 11 fráköst og Hallveig Jónsdóttir skorðai 15 stig og tók 4 fráköst. Með sigrinum er Keflavík enn fjórum stigum á eftir Íslandsmeistaraliði Snæfells sem er á toppi deildarinnar.
Ingunn Embla Kristínardóttir og Birna Valgarðsdóttir léku ekki með Keflavík vegna leikbanna. Bandaríski leikmaðurinn, Carmen Tyson-Thomas, í liði Keflavíkur er enn frá vegna rifbeinsbrots og er óvíst hvenær hún verður leikfær á ný.
Keflavík-Hamar 69-54 (14-13, 18-11, 20-19, 17-11)
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 20/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 19/11 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 15/4 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 8/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 4/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 2, Marín Laufey Davíðsdóttir 1/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.
Hamar: Sydnei Moss 19/9 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir 13, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/9 fráköst/6 varin skot, Sóley Guðgeirsdóttir 6/5 fráköst/3 varin skot, Helga Vala Ingvarsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 4/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jóna Sigríður Ólafsdóttir 0, Jenný Harðardóttir 0, Hafdís Ellertsdóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson
Staða:
1 Snæfell 21 19 2 1617 - 1292 38
2 Keflavík 21 17 4 1772 - 1334 34
3 Grindavík 21 13 8 1523 - 1488 26
4 Haukar 21 12 9 1442 - 1381 24
5 Valur 21 12 9 1577 - 1492 24
6 Hamar 21 5 16 1136 - 1530 10
7 KR 21 4 17 1265 - 1496 8
8 Breiðablik 21 2 19 1276 - 1595 4