Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur hjá Keflavík eldri
Miðvikudagur 13. júní 2007 kl. 12:51

Öruggur sigur hjá Keflavík eldri

Knattspyrnulið Keflavíkur 30 ára og eldri leikmanna hafði góðan 5-1 sigur á HK í Íslandsmótinu í gærkvöldi þar sem Jakbob Már Jónharðsson, þjálfari Reynis og fyrrum leikmaður Keflavíkur gerði tvö mörk í leiknum. Þá var aðstoðarþjálfari Landsbankadeildarliðs Keflavíkur, Kristinn Guðbrandsson, einnig á skotskónum.

 

Jakob Jónharðsson er fyrst og fremst þekktur fyrir vasklega framgöngu í öftustu varnarlínu en hann var framherji hjá Keflavík í gær og virtist kunna vel við sig í þeirri stöðu. Zoran Daníel Ljubicic skoraði einnig fyrir Keflvíkinga í gær sem og Kristján Freyr Geirsson og ljóst að þessar kempur hafa engu gleymt í boltanum.

 

Staðan í deildinni

 

Mynd: www.keflavik.is - Fimm fingur á lofti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024