Öruggur sigur hjá Keflavík
Íslandsmeistarar Keflavíkur höfðu sigur gegn Þór Akureyri í fyrstu umferð Iceland Express deild karla. Leikurinn fór fram í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ og voru lokatölur leiksins, 94-70 fyrir heimamenn.
Keflavík hafði undirtökin allan leikinn og var yfir 48-31 í hálfleik. Gunnar Einarsson var atkvæðamestur í liði Keflavíkur. Hann skoraði 17 stig, en næstur kom Sverrir Sverrisson með 15 stig. Í liði Þórs Ak. var Cedric Isom atkvæðamestur með 34 stig, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar.
Tölfræði leiksins.
VF-MYND/JJK: Keflvíkingar höfðu sigur í Toyota-höllinni í gærkvöldi.