Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur hjá Grindavík gegn nýliðum ÍR
Grindvíkingar stigu engin feilspor í fyrsta leik tímabilsins.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 6. október 2024 kl. 10:21

Öruggur sigur hjá Grindavík gegn nýliðum ÍR

Grindvíkingar lögðu nýliða ÍR í fyrstu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta í fyrrakvöld. Lokatölur urðu 100-81 í öruggum sigri heimamanna sem leika sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi.

Grindvíkingar voru með undirtökin allan tímann og leiddu með átta stigum eftir fyrsta leikhluta og nítján stigum í hálfleik. ÍR-ingar voru aldrei líklegir til að ógna sigri heimamanna í síðari hálfleik.

Stigahæstur Grindvíkinga var Devon Tomas með 31 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-ÍR 100-81 (29-21, 20-17, 30-19, 21-24)

http://kki.is/widgets_game.asp?season_id=128582&game_id=5933105

Grindavík: Devon Tomas 31/4 fráköst/7 stoðsendingar, Daniel Mortensen 17/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 13/9 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 12/9 fráköst, Deandre Donte Kane 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 4, Einar Snær Björnsson 3, Nökkvi Már Nökkvason 3, Kristófer Breki Gylfason 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0.