Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur Grindavíkur
Þriðjudagur 28. nóvember 2017 kl. 20:58

Öruggur sigur Grindavíkur

Grindavík mætti ÍR í 1. deild kvenna í kvöld í körfu. Grindavík var með yfirhöndina allan leikinn og var spilandi þjálfari þeirra, Angela Rodriguez stigahæsti leikmaður liðsins en ungu stelpurnar í liði Grindavíkur spiluðu þó einnig töluvert líkt og þær hafa gert í allan vetur en Grindavík teflir fram ungu og efnilegu liði í vetur. Tveir nýjir leikmenn eru í liði Grindavíkur þær Anna Ingunn Svansdóttir sem er á venslasamning frá Keflavík og Niélia Roset Rial. Lokatölur leiksins voru 72-51.

Stigahæst í liði Grindavíkur var Angela Rodriguez með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, því næst Embla Kristínardóttir með 17 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og Anna Ingunn Svansdóttir með 12 stig.
Þess má einnig geta að Jenný Geirdal Kjartansdóttir, leikmaður Grindavíkur var með 8 fráköst í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024