Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur gegn Víkingum
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 09:59

Öruggur sigur gegn Víkingum

Keflavíkurkonur sigruðu Víkinga Ó. 3-0 í Faxaflóamótinu í knattspyrnu á dögunum. Fyrsta mark leiksins skoraði Katla María Þórðardóttir á með glæsilegu langskoti af um 25 metra færi. Í seinni hálfleik skoraði svo markadrottningin Sveindís Jane Jónsdóttir tvívegis. Fyrra markið kom eftir frábært einstaklingsframtak þar sem Sveindís plataði hvern varnarmanninn á fætur öðrum og lagði boltann af öryggi í netið. Seinna markið hjá Sveindís kom eftir flott spil Keflavíkurstúlkna og flotta afgreiðslu Sveindísar.

Þrátt fyrir fjölda marktækifæra voru ekki skoruð fleiri mörk. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í leiknum og ógnuðu Víkingsstúlkur t.a.m. Keflavíkurmarkinu aldrei í leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík er í 2. sæti í riðlinum og eiga einn leik eftir í Faxaflóamótinu, sá leikur er gegn grönnunum úr Grindavík miðvikudaginn 30. mars kl. 19:00 í Reykjaneshöll.