Öruggur sigur gegn Norðmönnum í fyrsta leik
Kvennalandslið Íslands í körfubolta vann nú rétt í þessu Norðmenn, 82-55 á Norðurlandamótinu í körfubolta sem nú fer fram í Noregi. Íslenska liðið hafði yfirhöndina allan tímann en í raun kláraðist leikurinn í 3. leikhluta þar sem Íslendingar skoruðu 2 stig gegn 7 hjá heimamönnum.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst með 20 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Næst var Hildur Sigurðardóttir með 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar og Pálína María Gunnlaugsdóttir gerði 9 stig. Petrúnella skúladóttir var með 8 stig og 6 fráköst og María Ben Erlingsdóttir sömuleiðis. Ólöf Helga Pálsdóttir var með 5 stig og Ingibjörg Elva Vilbersdóttir var með 4 stig.