Öruggur sigur gegn KR
Grindvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn KR í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær, þar sem lokatölur urðu 47-71. Rachel Tecca fór á kostum me 18 stig og 19 fráköst. María Ben Erlingsdóttir bætti svo við 18 stigum. Eftir fjórar umferðir hafa Grindvíkingar nælt sér í þrjá sigra og eru á toppnum ásamt fjórum öðrum liðum.
Tölfræðin:
KR-Grindavík 47-71 (18-13, 8-25, 13-18, 8-15)
Grindavík: Rachel Tecca 18/19 fráköst/6 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 18/6 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/8 fráköst/6 stolnir, Ásdís Vala Freysdóttir 9, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7, Petrúnella Skúladóttir 5, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/6 fráköst/5 stoðsendingar, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0.