Öruggur sigur á Stjörnunni
Keflvíkingar sigruðu Stjörnuna örugglega, 3-0 á ÍAV-mótinu í knattspyrnu sem hófst í Reykjaneshöllinni í kvöld. Keflavík spilaði mjög vel í leiknum og strákarnir léku boltanum vel á milli sín. Stefán Gíslason lék sinn fyrsta leik í treyju Keflavíkur og stóð hann sig með ágætum. Hólmar Örn Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Keflavík og Hafsteinn Rúnarsson skoraði eitt. Keflavík leikur því til úrslita á mótinu en sá leikur er á sunnudag.