Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur á Haukum
Mánudagur 15. nóvember 2010 kl. 09:03

Öruggur sigur á Haukum


Keflvíkingar klifra upp stigatöfluna í Iceland Espress deild karla í körfuknattleik eftir afa slæma byrjun á mótinu. Þeir unnu öruggan sigur á Haukum í gær og eru komnir í fjórða sæti með 8 stig eftir sjö umferðir. Leikurinn fór fram í Toyotahöllinni.

Keflvíkingar höfðu undirtökin í leiknum allan tímann Þeir höfðu forystu eftir fyrsta fjórðung, 22-17 og fóru í til búningsklefa í hálfleik með 13 stiga forystu, 45-32.
Haukum tókst ekki að brjóta upp leikinn og sigurinn var heimamanna í lokin, 101-88.

Gunnar Einarsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 21 stig. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 20 stig og átti 15 stoðsendingar. Lazar Trifunovic skoraði 19 stig.
---

Mynd - Gunnar Einarsson skoraðu 21 stig fyrir Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024