Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 21. maí 2000 kl. 23:31

Öruggur sigur

Grindvíkingar unnu Framara með þremur mörkum gegn engu á Grindavíkurvelli í kvöld. Grindvíkingar voru betri allan leikinn og reyndust einfaldlega of góðir fyrir Framara. Heimamenn komust yfir strax á 24. mínútu eftir að Paul McShane lék framhjá varnarmanni og markverði Framara og lagði knöttinn í netið. Á 85. Mínútu fengu Grindvíkingar svo vítaspyrnu sem Ólafur Örn Bjarnason skoraði örugglega úr og heimamenn komnir í 2-0. Paul McShane bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Grindvíkinga á 90. Mínútu og innsiglaði þar með öruggan sigur heimamanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024