Öruggur Keflavíkursigur á ÍR
Keflavík vann öruggan sigur á ÍR er liðin áttust við í gær í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Eftir jafnan og spennandi leik í fyrri hálfleik tókst Keflvíkingum að ná undirtökunum í þeim seinni og höfðu 19 stiga forskot þegar yfir lauk, 103-84.
ÍR-ingar lögðu allt í sölurnar enda í baráttu fyrir sæti í úrslitakeppninni. Þeir byrjuðu leikinn af krafti og voru komnir með 8 stiga forystu um miðjan fyrsta fjórðung. Keflavík náði að jafna metin í upphafi annars fjórðungs og eftir það skipust liðin á að taka forystuna en munurinn var aldrei meiri en örfá stig. Staðan í leikhléi var 47-42 fyrir Keflavík.
Keflvíkingar komu ákveðnir í seinni hálfleikinn og um hann miðjan brutu þeir andstöðu ÍR-inga á bak aftur og juku forskot sitt jafnt og þétt. Eftir þriðja leikhluta var staðan 59-69 fyrir Keflavík.
Strax í fjórða leikhluta má segja að Keflvíkingar hafi gert út um leikinn en þeir tóku góða rispu og skoruðu 15 stig á fyrstu fimm mínútunum á meðan ÍR-ingar settu niður aðeins eina körfu.
Draelon Burns skoraði 25 stig fyrir Keflavík, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hörður Vilhjálmsson gerði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar og Gunnar Einarsson var með 16 stig.
Keflavík er nú í öðru sæti deildarinnar eftir 17 umferðir, næst á eftir KR en aðeins tveimur stigum munar á liðunum.
Staðan í deildinni er annars þessi, eins og taflan lítur út á kki.is
---
VFmynd/pket - Drealon Burns var ekki langt frá því að vera með þrennu í leiknum.