Öruggur Keflavíkursigur á Grindavík
Keflvíkingar unnu öruggan sigur á Grindvíkingum í Blue höllinni í gærkvöld í Domin’s deild karla í körfubolta. Lokatölur urðu 80-60.
Heimamenn leiddu allan tímann og Grindvíkingar héldu aðeins í við þá í öðrum leikhluta. Með sigrinum eru Keflvíkingar í 2. sæti deildarinnar með tveimur stigum minna en Stjarnan. Grindvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar.
Njarðvíkingar geta komist í 3. sætið ef þeir vinna Tindastól en liðin mætast í kvöld, föstudag á Króknum.
Keflavík-Grindavík 80-60 (21-14, 21-22, 23-7, 15-17)
Keflavík: Dominykas Milka 22/19 fráköst, Deane Williams 22/14 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/8 stoðsendingar, Reggie Dupree 9, Callum Reese Lawson 4, Magnús Már Traustason 4, Davíð Alexander H. Magnússon 3, Khalil Ullah Ahmad 2/6 stoðsendingar, Andrés Ísak Hlynsson 0, Ágúst Orrason 0, Veigar Áki Hlynsson 0, Guðmundur Jónsson 0.
Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 18/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 17/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/7 fráköst/3 varin skot, Valdas Vasylius 7/5 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 3, Davíð Páll Hermannsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Bragi Guðmundsson 0.
Áhorfendur: 316