Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 27. febrúar 2003 kl. 20:58

Öruggur Keflavíkursigur

Keflvíkingar sigruðu kanalausa ÍR-inga tiltölulega auðveldlega í kvöld í Intersport-deildinni í körfuknattleik. Lokatölur voru 114:88 heimamönnum í hag. Damon Johnson fór á kostum í liði heimamanna en hann skoraði 38 stig og gaf auk þess 11 stoðsendingar. Guðjón Skúlason setti niður 27 stig og Edmund Saunders skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024