Öruggur Keflavíkursigur
Keflvíkingar sigruðu kanalausa ÍR-inga tiltölulega auðveldlega í kvöld í Intersport-deildinni í körfuknattleik. Lokatölur voru 114:88 heimamönnum í hag. Damon Johnson fór á kostum í liði heimamanna en hann skoraði 38 stig og gaf auk þess 11 stoðsendingar. Guðjón Skúlason setti niður 27 stig og Edmund Saunders skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst.