Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur Grindavíkursigur
Fimmtudagur 12. janúar 2006 kl. 10:51

Öruggur Grindavíkursigur

Jerica Watson gerði 33 stig og tók 10 fráköst í gær er Grindavík sigraði Breiðablik, 88 – 67, í Röstinni í Iceland Express deild kvenna í gær. Jerica var einnig með 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta.

Það sem af er leiktímabilinu hefur Jerica Watson verið sjóðandi heit, Grindavíkurliðið hefur leikið 11 leiki í deildinni og hefur Jerica náð 8 tvennum og 2 þrennum sem er stórkostlegur árangur.

Grindavík hafði frumkvæðið í leiknum í gær og leiddi í hálfleik 43 – 30. Í síðari hálfleik bættu Grindavíkurkonur jafnt og þétt við forskotið og uppskáru að lokum 21 stiga sigur, 88 – 67.

Grindavík er í 2. sæti deildarinnar með 18 stig, 2 stigum á eftir toppliði Hauka.

Tölfræði leiksins

VF-mynd/ frá viðureign Grindavíkur og Breiðabliks fyrr á leiktíðinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024