Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt í Keflavík
Fimmtudagur 27. september 2007 kl. 13:16

Öruggt í Keflavík

Keflavíkurstúlkur unnu góðan sigur á KR í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna í körfuknattleik í gær, 108-66.

Leikurinn var Keflvíkingum hins vegar ekki eins auðveldur og lokatölur gefa til kynna því jafnræði var með liðunum þar til undir lok fyrri hálfleiks.

Hildur Sigurðardóttir, sem gekk á ný til liðs við KR í sumar, fór fyrir sínu liði en náði ekki að lyfta þeim upp á annað plan ein og óstudd.

Kesha Watson átti stórleik í fyrri hálfleik þar sem hún skoraði 21 stig, en hún þurfti lítt að beita sér í þeim sinni og lauk leiknmum með 28. Þá var Bryndís Guðmundsdóttir með 20 stig, Pálína Gunnarsdóttir, nýr leikmaður Keflavíkur, með 14, og Margrét Kara Sturludóttir var með 17 stig, 21 frákast og 6 stolna bolta.

Í undanúrslitum mæta Keflvíkingar grönnum sínum úr Grindavík og fer leikurinn fram annað kvöld kl. 21.

VF-mynd/Þorgils. Úr leiknum í gær

Smellið hér til að sjá tölfræði leiksins

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024