Öruggt í Grindavík
Grindavík vann í gærkvöldi öruggan sigur á Snæfell, 81-54 í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Grindavík.
Grindavík náði strax undirtökunum í leiknum og var forskot þeirra aldrei í hættu.
Michele DeVault var stigahæst í liði Grindavíkur með 27 stig og henni næst kom Petrúnella Skúladóttir með 15 stig.