Öruggt hjá Keflavíkurstúlkum
Keflavíkurstúlkur unnu öruggan sigur á Hamri í fyrirtækjabikar kvenna í körfu í Hveragerði í gærkvöldi. Lokatölur urðu 49-79 fyrir bítlabæjarliðið.
Melina Zorning skoraði 15/4 og Guðlaug Björt Júlíusdóttir var með 8/8, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 og Marín Laufey 8/6.
Keflavíkurstúlkur hafa sigrað í tveimur fyrstu leikjunum í sínum riðli en þær gjörsigruðu Njarðvík í fyrstu umferð.