Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Keflavíkurstúlkum
Hin unga Sara Rún heldur áfram uppteknum hætti frá því í fyrra.
Föstudagur 14. september 2012 kl. 09:02

Öruggt hjá Keflavíkurstúlkum

Stjarnan tók á móti Keflavík í Lengjubikar kvenna í körfubolta í gærkvöldi þar sem Keflvíkingar höfðu öruggan sigur. Lokatölur urðu 50-77 og hafa Keflvíkingar því sigrað báða leiki sína til þessa í Lengjubikarnum. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Keflavík en hún skoraði 19 stig og tók auk þess 10 fráköst. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði svo 15 stig en hér að neðan má sjá tölfræði úr leiknum.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 19/10 fráköst/6 stolnir/3 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 15/6 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 13/11 fráköst/3 varin skot, Ingunn Embla Kristínardóttir 10/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Telma Lind Ásgeirsdóttir 5, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 4/4 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 1/5 fráköst.

Stjarnan: Heiðrún Ösp Hauksdóttir 13, Andrea Ösp Pálsdóttir 12/9 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 12, Lára Flosadóttir 5/4 fráköst, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 2/4 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/9 fráköst, Thelma Sif Sigurjónsdóttir 2/5 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 2.
Fráköst: 29 í vörn, 8 í sókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024