Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Keflavík í grannaslagnum
Sunnudagur 30. október 2011 kl. 12:47

Öruggt hjá Keflavík í grannaslagnum



Keflavík skellti sér upp í 2. sæti Iceland Express deildar kvenna í gær með öruggum 105-85 sigri á grönnum sínum úr Njarðvík. Jaleesa Butler átti svaðalegan leik með 35 stig, 23 fráköst og 5 stoðsendingar! Fyrir þessa vasklegu framgöngu fékk hún 54 framlagsstig.
Byrjunarliðin.

Keflavík: Birna, Pálína, Jalessa, Sara og Helga.

Njarðvík: Ólöf, Petrún, Salbjörg, Shane og Hardy.

Leikurinn fór vel að stað og skiptust liðin á að skora. Keflavík byrjaði að spila pressuvörn allan völlinn og féllu aftur í 2-3 svæðisvörn. Njarðvík var að keyra vel á Keflavík og fengu því oft auðveldar körfur í fyrsta leikhluta. Staðan eftir fyrsta leikhlutan var 26-24 Stigahæstar eftir 1.leikhlutan voru hjá Keflavík Jalessa 13, Birna 7 hjá Njarðvík Shane 7 og Hardy 6.

Pressan hjá Keflavík virkaði betur í öðrum leikhluta og tóku Njarðvíkingar leikhlé þegar að 2 og ½ mín voru liðnar af leikhlutanum. Kef náðu smá forskoti og var staðan í hálfleik 53-45. Stigahæðstar Jalessa 22, Hrund 10. Hardy 16, Shane 12.

Keflavíkingar heldu áfram að pressa og spila svæðisvörn í seinnihálfleik en Njarðvíkingar fundu glufu á vörn þeirra og setti Petrún 3 þriggja stiga körfur í röð og minnkaði munin í 3 stig. Þá hrukku kef stelpur í gang og og voru komnar með 18 stiga forstkot eftir 3 leikhlutan.

Sara steig upp í liði Keflavíkur í þessum leikhluta og setti góðar körfur og spilaði feikna vörn, mikið efni hér á ferð.

Stigahæstar eftir þann leikhluta voru Jalessa 31, Sara 16, Birna 16. Hardy 27 og Shane 12.

Í 4 leikhluta voru bæði lið að spila svæðisvörn og Njaðvíkingar bættu við pressuvörn allan völlinn. Lokatölur reyndust svo 105-85 Keflavík í vil.

Hjá Keflavík var Jalessa allt í öllu með 35 stig 23 fráköst, 5 stoðsendingar, 5 varin skot, Birna átti einnig fínan leik með 25 stig og 13 fráköst,

Hjá Njarðvík átti Hardy góðan dag með 28 stig 19 fráköst og 5 stoðsendingar sem og Baker með 24 stig 10 fráköst og 7 stoðsendingar.

www.karfan.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024