Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Keflavík gegn Fjölni
Anna Lára Vignisdóttir skoraði ellefu stig gegn Fjölni. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 9. apríl 2024 kl. 21:28

Öruggt hjá Keflavík gegn Fjölni

Keflavík vann stóran og nokkuð auðveldan sigur á Fjölni í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar kvenna í Blue höllinni í Keflavík í kvöld. Lokatölur urðu 83-58 fyrir nýkrýnda bikarmeistara Keflavíkur sem sýndu þó ekki sínar bestu hliðar í þessum leik. Það kom þó ekki að sök því mótherjinn var í öðrum gæðastaðli og átti ekki mikla möguleika í þessum leik.

Keflvík byrjaði leikinn illa og var í vandræðum að koma boltanum í körfuna en Fjölniskonum gekk það ennþá verr og skoruðu ekki nema tíu stig gegn sautján hjá heimakonum sem hleyptu gestunum aldrei nálægt. Munurinn jókst í næstu leikhlutum og í lokin munaði tuttugu og fimm stigum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Daniela Wallen skoraði mest í jöfnu liði Keflavíkur þar sem engin skaraði framúr. Wallen var með 15 stig, Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 14, Birna Benónýsdóttir og Anna Lára Vignisdóttir voru með ellefu og Sara Rún Hinriksdóttir tíu stig.

Úrslit: 85-58 - (17-10 - 20-17 - 21-17 - 25-14).

Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Fjölnis.

Birna Benónýsdóttir í baráttu undir körfu Fjölnis.

Wallen var drjúg að vanda.