Öruggt hjá Keflavík
– gegn máttlausum Fjölnismōnnum
Keflvíkingar vippuðu sér upp í 8. sæti Dominos deildarinnar með ōruggum 17 stiga sigri á liði Fjōlnis í TM höllinni í gærkvöldi.
Sigur heimamanna var aldrei í hættu en 11 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Fjölnismenn veittu litla mótspyrnu í þeim síðari og heimamenn gerðu það sem þeir þurftu til að landa sigri.
Davon Usher (33 stig) og Damon Johnson (19 stig) drógu vagn Keflavíkur í kvöld á meðan Jonathan Mitchell (24 stig/13 fráköst/3 varin skot) og Danero Thomas 16 stig) voru atkvæðamestir gestanna.
Keflvíkingar sækja Grindvíkinga heim í næstu umferð í sannkōlluðum „fjōgurra stiga leik“ en liðin berjast um sæti í úrslitakeppninni ásamt liðum Snæfells og Þórs frá Þorlákshöfn.
Fjōlnir er komið í ansi slæm mál í 11. sæti deildarinnar eftir tapið og þurfa nauðsynlega að vinna alla sína leiki sem eftir eru til að komast hjá því að falla niður í 1. deild