Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Keflavík
Föstudagur 14. nóvember 2014 kl. 09:58

Öruggt hjá Keflavík

Þriðja tap Grindvíkinga í röð

Keflvíkingar tryggðu sterka stöðu sína í Domino's deild kvenna, með öruggum sigri gegn Hamri 48-92 á miðvikudag. Alls komust 11 leikmenn á blað hjá Keflvíkngum en þær deildu stigunum vel á milli sín. Eftir leikinn eru Keflvíkingar ennþá á toppnum ásamt Haukum og Snæfell.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 18/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 14/9 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/5 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 8/7 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Sandra Lind Þrastardóttir 6/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar töpuðu á heimavelli sínum gegn Valskonum 81-89, en um var að ræða þriðja tapleik liðsins í röð. Liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar. Rachel Tecca átti stórleik hjá Grindvíkingum en hún skoraði 38 stig.

Grindavík: Rachel Tecca 38/14 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 14/12 fráköst/5 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Ásdís Vala Freysdóttir 6, María Ben Erlingsdóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 5/11 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 5.