Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt hjá Grindavíkurstúlkum
Mánudagur 9. ágúst 2010 kl. 08:26

Öruggt hjá Grindavíkurstúlkum


Grindavík vann öruggan sigur á  Aftureldingu í 13. umferð Pepsi deild kvenna um helgina.  Fyrir leikinn var Afturelding einu sæti fyrir ofan Grindavík en með sigri Grindavíkur gátu liðin haft sætaskipti.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir vel því Afturelding komst yfir strax á 9. mínútu með marki frá Victoria Helen Charnley.
Grindavík var í fyrri hálfleik með nokkuð sterkan vind í fangið og náðu ekki að jafna.

Í seinni hálfleik snérist dæmið við og Rachel Furness var fljót að komast á blað með marki eftir nokkrar sekúndur.  Shaneka Gordon kom Grindavík yfir á 65. mínútu, Sara Hrund Helgadóttir 10 mínútum seinna og Anna Þórunn Guðmundsdóttir kláraði dæmið með glæsilegu marki tveimur mínútum fyrir leikslok.

Grindavík er því komið í sjöund deildarinnar. Næstu leikur liðsins er gegn FH-stúlkum annað kvöld í Kaplakrika.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024