Öruggt hjá Grindavíkurkonum
Grindavíkurkonur rótburstuðu nýliða Breiðabliks í Iceland Express deildinni í gærkvöldi. Lokatölur leiksins voru 91-48 en sigurinn var vís strax eftir 1. leikhluta, að honum loknum var staðan 30-8.
Jerica Watson átti stórleik í gær en hún gerði 23 stig, tók 14 fráköst og varði 8 skot fyrir Grindavíkurliðið. Næst henni var Hildur Sigurðardóttir með 19 stig og 8 stoðsendingar.
Liðin héldu til hálfleiks í stöðunni 52-21 og hið sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Að þriðja leikhluta loknum var Grindavík búið að auka muninn upp í 42 stig eða 79-37.
Leikurinn var aldrei spennandi og voru lokatölur hans eins og áður segir 91-48 en Jessalyn Deveny gerði 29 stig fyrir Blikastúlkur og tók 9 fráköst.
Grindavík deilir nú toppsætinu með Keflavík og hafa bæði lið unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni.
Tölfræði leiksins
VF-myndir/ Jón Björn, [email protected]