Öruggt hjá Grindavík: KR hafði betur í Keflavík
Grindvíkingar sigruðu Njarðvíkinga örugglega 113:85 í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Grindavík. Logi Gunnarsson sýndi reyndar klærnar í fyrsta leikhluta, en Grindvíkingar áttu hins vegar ekki í vandræðum með Njarðvíkinga í næstu þremur leikhlutum og sigurinn var öruggur.
Keflavíkingum gekk hins vegar ekki að stöðva sigurgöngu KR-inga sem nú hafa unnið alla sína 13 leiki í deildinni. Keflvíkingar stóðu hins vegar í KR-ingum í kvöld og munurinn á liðunum var eingöngu 9 stig í leikslok 88:97. Leikurinn var fjörugur frá fyrstu mínútu og stigaskorið sveiflaðist mikið. Heimamenn náðu þó aldrei forystunni, en nörtuðu oft í hæla KR-inga.
Myndir úr leik Keflavíkur og KR í kvöld. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson