Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Öruggt hjá Grindavík í fyrsta leik
Sunnudagur 15. mars 2009 kl. 21:39

Öruggt hjá Grindavík í fyrsta leik


Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur hjá Grindavík með 28 stig þegar Grindvíkingar lögðu ÍR-inga í fyrsta leik þeirra í einvíginu í 8 liða úrslitum Iceland Express-deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Páll tók einnig tíu fráköst í leiknum. Lokastaðan í leiknum var 112 stig gegn 78 ÍR-inga.

Brenton Birmingham og Nick Bradford skoruðu sín 16 stigin hvor. Sveinbjörn Claesen gerði 20 stig fyrir ÍR og Hreggviður Magnússon var með 19 stig.

Liðin munu mætast öðru sinni á morgun, mánudag.
 
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024