Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Öruggt hjá Grindavík
Mánudagur 30. janúar 2006 kl. 15:43

Öruggt hjá Grindavík

Grindvíkingar unnu nokkuð þægilegan heimasigur á ÍR í Iceland Express-deild karla í gær, 113-98.

Heimamenn náðu strax góðu forskoti í fyrsta leikhluta og leiddu 38-22 eftir hann, en eftir það var nokkuð jafnræði með liðunum. ÍR-ingar áttu sínar rispur á móti góðum sprettum Grindvíkinga þar sem Páll Axel Vilbergsson og Jeremiah Johnson fóru á kostum og fóru báðir yfir 30 stigin í leiknum. Johnson hitti m.a. úr sjö af níu 3ja stiga körfum og var með 15 stoðsendingar að auki. Auk þess var Guðlaugur Eyjólfsson hættulegur utan af velli eins og endranær.

Helgi Jónas Guðfinnsson kom inná í fyrri hálfleik og sýndi hvað í honum bjó með því að skora 7 stig á 9 mínútum. Þessi öflugi leikmaður virðist vera farinn að geta lagt sittt á plóginn fyrir Grindvíkinga og munar svo sannarlega um minna.

Hjá ÍR var Theo Dixon stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst, en hann var líka með 12 tapaða bolta.

Páll Axel sagði í samtali við Víkurfréttir að þeir væru nokkuð sáttir við leik sinn. „Við byrjuðum vel og það er nokkuð sem við höfum ekki verið að gera nóg af upp á síðkastið. Þetta var svo aldrei beint í hættu þar sem við héldum þeim í ágætis fjarlægð, en við hefðum getað staðið okkur betur í vörninni.“

Tölfræði leiksins

VF-myndir/Þorgils

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024