Öruggt fyrir austan
Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Hetti á Egilsstöðum, 70-109, í fyrri viðureign liðanna í Hópbílabikarkeppni karla í körfuknattleik. Mikið þarf að koma til ef Höttur á að fara áfram í keppninni en liðin leika í Njarðvík kl. 19:15 n.k. sunnudag.
Jeb Ivey var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 26 stig en næstur honum kom Brenton Birmingham með 20 stig. Eugene Christopher var stigahæstur hjá Hetti með 23 stig.