Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggt fyrir austan
Laugardagur 22. október 2005 kl. 01:35

Öruggt fyrir austan

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á Hetti á Egilsstöðum, 70-109, í fyrri viðureign liðanna í Hópbílabikarkeppni karla í körfuknattleik. Mikið þarf að koma til ef Höttur á að fara áfram í keppninni en liðin leika í Njarðvík kl. 19:15 n.k. sunnudag.

Jeb Ivey var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 26 stig en næstur honum kom Brenton Birmingham með 20 stig. Eugene Christopher var stigahæstur hjá Hetti með 23 stig.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024