Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggir Suðurnesjasigrar í Lengjubikarnum
Mánudagur 5. nóvember 2012 kl. 21:27

Öruggir Suðurnesjasigrar í Lengjubikarnum

Grindavík og Njarðvík unnu góða heimasigra í Lengjubikarnum í körfuknattleik karla. Íslandsmeistarar..

Grindavík og Njarðvík unnu góða heimasigra í Lengjubikarnum í körfuknattleik karla í kvöld. Íslandsmeistarar Grindavíkur vann yfirburðarsigur á Haukum í Röstinni í kvöld og þar urðu lokatölur 105-61. Heimamenn í Grindavík voru betri á öllum sviðum og áttu gestirnir úr Haukum lítið erindi í Íslandsmeistaranna.

Samuel Zeglinski var atkvæðamestur hjá Grindavík með 20 stig, Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með 16 stig og Jóhann Árni Ólafsson skoraði 15 stig. Ólafur Ólafsson snéri aftur á keppnisvöllinn í kvöld eftir að hafa meiðst illa á ökkla í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Ólafur skoraði 3 stig í kvöld og lék í sex mínútur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í Njarðvík unnu heimamenn góðan sigur á ÍR, 86-73. Njarðvíkingar léku vel í fyrri hálfleik og höfðu 16 stig forystu í hálfleik, 53-37. Marcus Van átti fínan leik fyrir Njarðvík og skoraði 27 stig og tók 17 fráköst. Elvar Már Friðriksson kom næstur með 21 stig.

Grindavík-Haukar 105-61 (31-11, 20-16, 29-17, 25-17)

Grindavík: Samuel Zeglinski 20/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15, Jón Axel Guðmundsson 13, Aaron Broussard 11/11 fráköst/5 stolnir, Björn Steinar Brynjólfsson 8, Ómar Örn Sævarsson 8/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6/5 stoðsendingar, Davíð Ingi Bustion 4/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 1/5 fráköst.

Haukar: Arryon Williams 23/12 fráköst, Haukur Óskarsson 13, Davíð Páll Hermannsson 6/4 fráköst, Emil Barja 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 4, Alex Óli Ívarsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Hlynur Viðar Ívarsson 2, Kristinn Marinósson 2.

Njarðvík-ÍR 86-73 (20-17, 33-20, 18-16, 15-20)

Njarðvík: Marcus Van 27/17 fráköst, Elvar Már Friðriksson 21/4 fráköst/8 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 12/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 6, Hjörtur Hrafn Einarsson 6/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 4/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 4/4 fráköst, Ágúst Orrason 4/7 fráköst, Magnús Már Traustason 2.

ÍR: Eric James Palm 27/7 fráköst, Tómas Aron Viggóson 8, Hreggviður Magnússon 8, Ellert Arnarson 7/5 fráköst/8 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Ólafur Már Ægisson 5, Þorvaldur Hauksson 4, Nemanja Sovic 4/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 4/8 fráköst.

Staðan í A-riðli:
1       Keflavík        4       3       1       412     -       332     6
2       Grindavík       4       3       1       392     -       309     6
3       Haukar  4       1       3       284     -       384     2
4       Skallagrímur    4       1       3       332     -       395     2

Staðan í D-riðli:
1       Þór Þ.  4       4       0       359     -       297     8
2       ÍR      4       2       2       322     -       310     4
3       Njarðvík        4       2       2       332     -       319     4
4       Valur   4       0       4       270     -       357     0